Vinkona í vanda

13. desember 2012

Spurning

Hææ..Ég er algjörlega í vanda. Vinkona mín er 13 ára og á verulega bágt!!..Hún svaf fyrst hjá strák þegar hún var 12 ára og núna er hún búin að sofa hjá 8 strákum og hu´n er byrjuð að reykja og hún er alltaf að drepa sig og eikka!!..Ég er geðveikt hrædd um hana og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Alltaf þegar ég reyni að fá hana til að hætta þessu kjaftæði þá segir hún ertu orðin mamma mín eða eikka!!....Það kom einu sinni 20 ára strákur og náði í hana í skólann og hún fór bara upp í bílinn hans eins oh ekkert væri og ég er svo hrædd um hana!!.. hún er besta vinkona mín og við höfum verið það síðan við vorum fimm ára, en ég er ekki eins vinsæl og hún í skólanum og ef ég reyni að gera eitthvað meira eða segja einvherjum frá þessu, hættir hún að vera með mér og Þá verð ég ein:(:(:( Ég er að deyja hérna og eg þoli ekki að horfa á hana eyðileggja líf sitt!! Með vinkonu í erfiðleikum!!

Komdu sæl góða vinkona Það er gott að heyra að þér þykir það vænt um vinkonu þína að þú leitar þér ráða varðandi þetta. Ef þetta er eins og þú segir er það alvarlegt að vinkona þín skuli vera farin að sofa hjá strákum og mönnum svona ung. Henni líður örugglega ekki vel með þetta innst inni og fer í vörn þegar þú ræðir við hana um þetta. Þú gætir kannski prófað að skrifa til hennar bréf þar sem að þú gætir sagt varlega að þú hafi áhyggjur af henni, eins og til dæmis þegar hún hitti eldri strákinn. Þú getur kannski líka skrifað um hvað þið hafið gert saman sem vinkonur og að þú sért ekki tilbúin til að missa hana sem vinkonu. Hún virðist vera að flýta sér að verða fullorðin. Ég myndi ráðleggja þér að ræða þetta líka við einhvern fullorðinn sem þú treystir mjög vel, foreldra, námsráðgjafa eða kennara. Láttu koma fram að þú viljir ekki láta vita hvaðan upplýsingarnar komu. Þetta fólk er allt bundið trúnaði. Ef þetta er gert svona þarf enginn að vita hvaða upplýsingarnar komu. Því ástæðan fyrir því að þú vilt láta vita af þessu er sú að þér þykir vænt um hana og villt ekki missa hana sem vinkonu. Gangi þér vel Kær Kveðja, Hulda Björk Finnsdóttir

13. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016