Vinna með skóla

31. október 2013

Spurning

Sko ég vil fá mér vinnu og ég er í 9.bekk en ég veit ekki hvar ég get fengið vinnu eða hvernig. og vitið þið/þú hvort sé hægt að fá vinnu í 105 hverfinu ? en ég vil ekki fá vinnu sem fer yfir skólan, Ingibjörg

Sæl.

Það er spurning hvort það sé eitthvað rosalega sniðugt að vera að fá sér vinnu með skóla þegar maður er í 9. bekk. það er miklu frekar að einbeita sér að náminu og tómstundum sem þú gætir verið í eða ert í. Það er svo mikill tími framundan í lífinu sem þú átt eftir að eyða í að vinna. Ég myndi miklu heldur njóta þess að vera 14 ára og nota frítímann minn með vinum mínum.

En annars get ég bent þér á heimasíðu fyrir ungt fólk í atvinnuleit og þar ættir þú að geta athugað eitthvað en það er ekki tekið að ég held við umsóknum fyrr en maður er orðin 17 ára. www.hitthusid.is Gangi þér vel. Kv.RBS.

31. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?