Atvinnuleit erlendis

Til að hafa upp á starfi erlendis er best að gera það í gegnum erlenda vinnumiðlun. Mörg tækifæri eru í boði - það þarf bara að finna þau!

13. september 2012

Hvar er hægt að finna vinnu erlendis?

Til að hafa uppi á starfi erlendis er best að fara í gegnum erlendar vinnumiðlanir. Hér að neðan má finna hlekki á síður sem ættu að auðvelda fólki starfsleit og önnur góð ráð.

Atvinnuleit á Norðurlöndum

Öll Norðurlöndin halda úti opinberum vinnumiðlunum.

Atvinnuleit annarsstaðar en á Norðurlöndum

Til að hafa upp á vinnu annarsstaðar í Evrópu er best að fara í gegnum EURES. Hjá Vinnumálastofnun vinnur EURES-ráðgjafi sem aðstoðar fólk við leitina og getur gefið góð ráð.

  • EURES er opinber vinnumiðlun EES landanna.
  • EURES á Íslandi heldur einnig úti lista yfir laus störf. 
  • Á þessari undirsíðu má svo finna hlekki á evrópskar vinnumiðlanir, flokkaðar eftir löndum.
  • Einnig má finna hlekki á evrópskar einkareknar vinnumiðlanir. Þær eru flokkaðar eftir löndum. 

Hægt er að flytja atvinnuleysisbótaréttinn með sér út

Hægt er að flytja atvinnuleysisbótarétt frá Íslandi til annarra EES landa í allt að 3 mánuði. Til þess þarf maður að verða sér úti um E-303 eyðublað sem hægt er að fá hjá Vinnumálastofnun. Til að flytja bótaréttinn út þarf maður að hafa verið á atvinnuleysisskrá í 4 vikur og sækja þarf um E-303 þrem vikum fyrir brottför.

13. september 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  19.09.2012
Einkalíf |  02.05.2016
Heimilið |  21.04.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  22.08.2013 Vond lykt af píkunni
Vinnumarkaðurinn |  20.06.2017 Hvað fá rafeindavirkjar mikið í laun?