Til hvers að ráða sig í vinnu?

Þeir sem hafa lengri tímabil án atvinnuþátttöku eða náms, á ferilskránni eiga minni möguleika en þeir sem hafa verið virkir í vinnu og námi.

04. október 2013

Reynsla úr atvinnulífinu er nauðsynleg til að byggja upp ferilskrá og færir mann nær framtíðarmarkmiðunum. Viti maður ekki nákvæmlega hvert maður stefnir getur ný reynsla gefið hugmyndir um það hvað er í boði úti á vinnumarkaðnum.

Ef maður hangir of lengi heima er hætt við að maður dragist ofan í þunglyndi og fyllist kvíða. Því lengur sem maður stendur utan við þjóðfélagið og tekur lítinn þátt, því erfiðara verður að koma sér inn í það á ný. Langvarandi aðgerðarleysi gerir mann óhamingjusaman og óánægðan með sjálfan sig.

Með því að koma lífinu aftur í rútínu losnar maður við slenið, nær betri tökum á sjálfum sér og verður fyrir vikið ánægðari með sjálfan sig. Þegar maður er virkur á vinnumarkaði byggir maður upp sjálfstraust og öðlast skarpari sjálfsmynd og framtíðarsýn. Tengslanetið sem maður myndar á vinnustaðnum gefur manni ekki bara fleiri vini og kunningja, heldur getur það leitt til nýrra tækifæra og aukinna möguleika í atvinnulífinu síðar meir.

Reynslan verður dýrmæt þegar sótt verður um draumastarfið í framtíðinni. Þeir sem hafa lengri tímabil án atvinnuþátttöku eða náms á ferilskránni eiga minni möguleika en þeir sem hafa verið virkir í vinnu og námi. Góð meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum ráða líka oft úrslitum um það hvaða umsækjandi er ráðinn til starfa.

Eitt getur leitt af öðru en ekkert leiðir af engu!
 

04. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Nám |  27.05.2014 Inntökuskilyrði í Versló