Hvíldar- og matartími starfsmanna

Fyrirkomulag matartíma getur verið misjafnt á milli vinnustaða. Lágmarks hvíldartími starfsfólks er hinsvegar lögbundinn.

22. ágúst 2017

Hversu langan hvíldartíma á starfsfólk rétt á?

Launafólk á rétt á 11 klukkustunda samfelldri lágmarkshvíld á hverjum 24 tímum, eða sólarhring. Auk þess á það rétt á 1 hvíldardegi á viku (og í beinu framhaldi af 11 klukkustunda hvíld). Vikulegur hvíldardagur skal vera á sunnudegi, sé það hægt. Hámarksvinnutími á viku skal að jafnaði ekki vera lengri en 48 virkar vinnustundir (með yfirvinnu).

Hvað á starfsfólk rétt á löngum matartíma?

Að jafnaði fá starfsmenn 30 mínútur í matartíma og ætlast er til að hann sé tekinn á milli kl. 11:30 og 13:30. Á sumum vinnustöðum er matartíminn 60 mínútur. Yfirleitt er matartími ekki greiddur. Ef vinnustaður fellur niður matartíma á starfsfólk rétt á að hætta fyrr í vinnunni á daginn. Kaffitímar eru venjulega 35 mínútur á 8 tíma vinnudegi og eru þeir launaðir.

Starfsmenn sem að vinna skemur en 8 tíma fá 5 mínútur í kaffitíma fyrir hverja klukkustund í vinnu. Sá kaffitími er einnig launaður. 

 

22. ágúst 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum