Orlof

Orlof þýðir í raun "frí" og allt launafólk á rétt á orlofi eða launuð fríi.

25. september 2012

Hvað er orlof?

Orlof er í raun frí og allt launafólk á rétt á orlofi. Orlofsrétturinn skiptist annars vegar í rétt til leyfis frá störfum (sumarfrí) og hins vegar í rétt til launa á þeim tíma (að fá fríið greitt). Fyrir hvern mánuð sem unnin er í 100% starfi öðlast launþegi rétt á tveimur frídögum að lágmarki.

Hvernig er orlof greitt út?

Orlofsgreiðslur eru greiddar út með þrennum hætti. Í fyrsta lagi getur orlofið verið greitt út um hver mánaðamót með almennum launum, þ.e. lagt ofan á útborguð laun. Eins getur orlofið verið lagt inn í orlofsreikning og greitt út í maí ár hvert. Í þriðja lagi getur orlof verið greitt út eins og venjuleg laun meðan á fríi stendur - þ.e. launað sumarfrí.

Orlof er að lágmarki 10,17% af öllum tekjum. 

25. september 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016