Persónuafsláttur og skattkort

Persónuafslátturinn er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára.

07. mars 2017

Rafrænn persónuafsláttur - almennar upplýsingar

Hvað er persónuafsláttur?

Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára. Persónuafsláttur er alltaf hinn sami, óháð tekjum. Fólk greiðir hinsvegar misháa prósentu í skatt eftir tekjum. Skattþrepin eru þrjú:

  • Þeir sem þéna 0 til 834.707 kr. á mánuði greiða 36,94% í skatt.
  • Þeir sem þéna yfir 834.708 kr. greiða 46,24% í skatt.

Staðgreiðsla skatta er reiknuð þannig að greiddur er 36,94% skattur af öllum tekjm að 834.707 og 46,24% af öllum tekjum sem eru umfram það. Þannig er tryggt að þú tapir ekki á því að vinna meira eða þiggja launahækkun sem fæirir þig upp um skattþrep.

Hversu hár er persónuafslátturinn?

Persónuafsláttur er 634.880 kr. á ári, eða 52.907 kr. á mánuði. Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og nýta síðar. Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan skattárs fellur niður við lok þess.

Á heimasíðu Ríkisskattstjóra má finna reiknivél fyrir staðgreiðslu skatta.

Skattkort heitir núna rafrænn persónuafsláttur

Frá og með árinu 2016 er skattkort lagt niður og í staðinn tekinn upp rafrænn persónuafsláttur. Þessi persónuafsláttur er það sama og gamla skattkortið og þú þarft ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir við þessa breytingu.

Hvernig virkar rafrænn persónuafsláttur?

Í stað þess að afhenda launagreiðanda skattkortið þitt segir þú launagreiðandanum þínum hvort þú ætlir að nýta persónuafsláttinn og hversu hátt hlutfall. Það er hægt að gera þegar þú skrifar undir ráðningarsamninginn eða með símtali eða tölvupósti eftir að ráðið hefur verið í starfið.

Uppsafnaður persónuafsláttur

Ef þú átt uppsafnaðan persónuafslátt sem þú vilt nýta þér í því starfi sem þú ert að byrja í, þá er það á þína ábyrgð að finna út stöðuna og upplýsa nýja launagreiðanda um það. Upplýsingar um stöðu á persónuafslættinum er að finna á þjónustusíðu Ríkisskattsstjóra.

Allar nánari upplýsingar og mörg góð kynningarmyndböndum rafræna persónuafsláttinn er að finna á rsk.is/personuafslattur.

Kynningarmyndbandið og heimildir eru af vef ríkisskattstjóra rsk.is

07. mars 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  22.11.2012
Heimilið |  20.10.2016
Einkalíf |  02.05.2016