Vond lykt af píkunni

22. ágúst 2013

Spurning

Hæ, Ég er 16 ára stelpa og er í því vandamáli að það er mjög vond lykt af píkunni minni, minnir svolítið á fiskilykt. Hún er í c.a. 2 vikur eftir blæðingar og er síðan góð þar á eftir alveg þar til ég byrja aftur á blæðingum. Er þetta eðlilegt, eða er eitthvað sem að hægt er að gera við þessu ?


Það er ekki eðlilegt að það sé fiskilykt af píkunni.  Oftast bendir það til að einhver sýking sé í gangi. Ef þú hefur haft samfarir þá ættir þú að fara strax til læknis til að láta athuga hvort þú gætir verið með kynsjúkdóm. Ef þú hefur aldrei haft samfarir þá væri samt gott hjá þér að tala við lækni til að vera viss um að allt sé í lagi. 

Þar sem lyktin hverfur inn á milli og er verst í kringum blæðingarnar, þá er samt góður möguleiki á að þú sért ekki með neina sýkingu.  Það sem þú getur gert er að vera dugleg að þvo þér, tvisvar á dag þessa daga. Bara með hreinu vatni og þvottapoka eða jafnvel blautklútum (án ilmefna). Þú skalt nota nærbuxur úr bómullarefni, ekki úr gerviefni og forðast g-streng. Þú skalt nota dömubindi úr náttúrulegu efni, eins og frá Natracare. Þetta er til að koma jafnvægi á þá bakteríuflóru sem er til staðar í leggöngunum og á að vera þar. Ef að þetta breytir engu fyrir þig þá skaltu leita ráða hjá lækni.

Gangi þér vel, kveðja íris

22. ágúst 2013