Hvað er háskólabrú?

Háskólabrú er leið inn í háskóla fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi. Að náminu loknu öðlast nemendur ígildi stúdentsprófs og geta þannig innritast í háskóla hérlendis og erlendis. Bæði er hægt að stunda námið í staðnámi og fjarnámi. Kennsla fer fram á gamla herstöðvarsvæðinu við Keflavík og gengur rúta þaðan til og frá Reykjavík nemendum að kostnaðarlausu.

Hver eru inntökuskilyrðin í háskólabrú?

Til að komast í háskólabrú þurfa nemendur að hafa lokið 70 einingum í framhaldsskóla og vera orðnir 25 ára.

Hversu langt er nám í háskólabrú og hvernig gengur það fyrir sig?

Námið tekur venjulega tvær annir eða eitt ár hvort sem það er tekið í staðnámi eða fjarnámi. Boðið er upp á fjórar deildir: félagsvísinda- og lagadeild, hugvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild og verk- og raunvísindadeild. Nám í verk- og raunvísindadeild tekur þrjár annir. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, verkefnatímum og verklegum tímum ef við á.

Hvað kostar nám í háskólabrú?

Staðfestingargjald er 75.000 kr. og er innifalið í námsgjöldum. Námsgjöld fyrir hverja önn eru reiknuð útfrá áætluðum einingafjölda

Hver áfangi á Háskólabrú kostar 22.500 kr. hvort sem þú velur fjar- eða staðnám.

Þannig kostar t.d. tveggja anna nám í félagsvísindadeild 277.500 kr sem telst fullt nám. Fullt nám á viðskipta- og hagfræðideild kostar kr. 322.500, nám í verkfræði- og raunvísindadeild 367.500 kr og nám í hugvísindadeild er á 311.250 kr.

Námið er lánshæft hjá LÍN.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar