Eflaust þekkja flestir þá krísu að vanta nánari upplýsingar um málfar, beygingar, samheiti og annað sem kemur að íslenskri tungu. Í dag er þó auðvelt að nálgast slíkar upplýsingar alveg ókeypis og rafrænt. Áttavitinn hefur tekið saman lista yfir þær helstu síður sem koma að afbragðs miklum notum fyrir námsmenn og aðra þá sem standa í skrifum.

Málfar

Málið.is: Vefur sem ber að geyma alls kyns gagnasöfn um íslensku. Þar má meðal annars finna stafsetningaorðabók, beygingar, stafsetningarorðabók, upplýsingar um málfar og fleira.

Íslensk nútímamálsorðabók: Þessi klassíska orðabók sem flestir þekkja, nema bara á netinu. Það besta við þessa er að hún uppfærist reglulega og ber að geyma um 50 þúsund uppflettiorð.

Skrambi: Skrambi er villuleitarsíða sem undirstrikar mögulegar stafsetningarvillur og kemur með tillögur að leiðréttingum.

Íslenska orðanetið:  Á orðanetinu má finna samheiti orða og hugtök sem þeim tengjast. Þá eru mörg dæmi gefin um það hvernig orðin eru notuð í setningum.

Heimildavinna

Leiðbeiningavefur ritvers Menntavísindasviðs:  Ekki bara fyrir menntavísindasvið heldur alla þá sem nota APA – kerfið. Síðan ber upplýsingar um allt það helsta sem hafa þarf í huga við uppsetningu á heimildum.

Endnote:  Forrit sem heldur utan um þær heimildir sem þú styðst við í skrifunum. Endnote byggir gagnabanka af þeim heimildum, breytir þeim eftir heimildaskráningarkerfi hverju sinni og auðveldar þér að vísa til þeirra ef þú tengir Endnote við ritvinnsluforritið þitt. Nemendur Háskóla Íslands geta nálgast Endnote ókeypis á uglunni. Nánari upplýsingar um forritið má finna hér.

Heimildaleit

Leitir.is:  Er gagnasafn með rafrænu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um bækur tímarit og greinar og staðsetningar þeirra í bókasöfnum landsins. Á leitir.is er einnig hægt að taka frá bækur og sækja síðar. Leitir.is er byggt upp af fjölda annarra gagnasafna og inniheldur hin ótrúlegustu gögn.

Skemman:  Rafrænt gagnasafn háskóla á Íslandi. Þar eru geymd lokaverkefni nemenda ásamt rannsóknarritum kennara og fræðimana.

Google Scholar:  Sérstök leitarvél google sem að sérhæfir sig í að leita að rannsóknargreinum, bókum og fleira vísindatengdu efni.

Timarit.is:  Vefurinn ber að geyma alls kyns tímarit sem hafa verið gefin út á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Inn á honum má finna milljónir myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi.

Hefur þú síðu í huga sem vantar á listann? Endilega láttu okkur vita af síðunni á attavitinn@attavitinn.is

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar