Hvar eru útihátíðir yfir verslunarmannahelgi?

Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verzlunarmanna sem er ávallt fyrsti mánudagur í ágúst.  Við það myndast löng helgi og nota margir hana til þess að fara í ferðalög og sækja ýmsar hátiðir vítt og breytt um landið. Í ár ber hana upp 4 – 7  ágúst. Áttavitinn hefur tekið saman lista og kort yfir helstu hátíðirnar þér til hægðarauka.  Einnig er vert að kynna sér nokkur ráð fyrir verslunarmannahelgina.

Á útihátíðum er stundum stundað kynlíf.  Lestu greinina okkar um öruggt kynlíf á útihátíðum.

Innipúkinn

Staðsetning: Húrra og Gaukurinn, miðbær Reykjavíkur
Vefur:  innipukinn.is/
Aldurstakmarkanir:  Hátíðin stendur fram á nóttina öll kvöld, því má gera ráð fyrir 20 ára aldurstakmarki.
Almennt: Jafnan er mikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir.  Armband á hátíðina í ár kostar 7.990 kr. en einnig er hægt að kaupa miða á stakt kvöld á 3990 kr. Nú þegar hafa fjöldi listamanna staðfest komu sína.

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta

Staðsetning: Ísafjörður.
Vefur: myrarbolti.com – Facebook
Tjaldsvæði: Í Tungudal er tjaldsvæði í boði. Mýrarboltakeppendur munu tjalda í grennd við mótsvæðið, aðeins utan við formlega tjaldsvæðið.
Aldurstakmarkanir: 18 ára aldurstakmark er til þátttöku í boltanum og á böllin sem fylgja
Almennt: “Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin”.

Þjóðhátíð í Eyjum

Staðsetning: Herjólfsdalur, Heimaey
Vefur: dalurinn.is
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark
Tjaldsvæði: Miðinn á þjóðhátíð gildir inn á öll tjaldsvæðin.
Almennt: Þjóðhátíð í Vestmanneyjum hefur löngum verið ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina. Þar eru þekktir fastir liðir eins og brenna á fjósakletti á föstudegi, flugeldasýning á laugardegi og brekkusöngur á sunnudegi. Miðinn kostar 22.900 kr. (hægt að fá miða á betra verði í forsölu). Ókeypis er fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa laugardags- og sunnudagspassa

Unglingalandsmót UMFÍ

Staðsetning: Egilsstöðum
Vefur: umfi.is
Aldurstakmarkanir: Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 – 18 ára.
Tjaldsvæði: Tjaldsvæðin eru á túni Egilsstaðabænda.
Almennt: Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta og fjölskylduhátíð. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Mótsgjald er 7.000 kr. á mann. Keppendur verða að vera skráðir í íþróttafélög. Skráning á mótið hefst 1. júlí 2017 og lýkur um miðnætti laugardaginn 23. júlí.

Síldarævintýri á Siglufirði

Staðsetning: Siglufjörður
Vefur: Facebook Síldarævintýri
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Síldarævintýrið er einstök fjölskylduhátíð þar sem hægt er að finna fullt af viðeigandi skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Ekkert kostar inn á hátíðina.

Sæludagar KFUK og KFUM

Staðsetning: Vatnaskógur
Vefur:  Facebook – Vefur
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur á þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Svæðið opnar á fimmtudagskvöldi fyrir Sæludagagesti. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi.

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar

Staðsetning: Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð
Vefur: kotmot.is
Tjaldsvæði: Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu.
Aldurstakmarkanir: Engar.
Almennt: Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Samhliða frábærri dagskrá á Kotmóti er boðið uppá glæsilegt barnamót fyrir yngstu kynslóðina ásamt þéttri dagskrá fyrir unglingana.

Íslensku sumarleikarnir

Staðsetning: Akureyri
Vefur: icelandsummergames.com
Millumerki: #versloAK
Tjaldsvæði: Að Hömrum verður lögð áhersla á fjölskylduvænt tjaldsvæði. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verður gestahópurinn trúlega blandaðri. Bæði almennir ferðamenn innlendir og erlendir, sem leið eiga um Akureyri og svo þeir sem komnir eru aðallega til að taka þátt í hátíðarhöldunum um helgina.
Aldurstakmarkanir: Á tjaldsvæðin er 18 ára aldurstakmark og gildir fæðingadagurinn.
Almennt: Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir, verða í brennidepli á Íslensku sumarleikunum. Auk þess verður skemmtidagskrá með tónleikum og dansiböllum

Norðanpaunk

Staðsetning: Laugarbakka Vestur-Húnavatnasýslu
Vefur: www.nordanpaunk.org/
Tjaldsvæði: Það eru tjaldsvæði á Laugarbakka en það þarf að greiða sérstaklega fyrir gistingu.
Aldurstakmark: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Árlegt ættarmót paunkara á Laugarbakka Vestur-Húnvatnasýslu. Á hátíðinni koma fram yfir 40 hljómsveitir.

Ef þú hefur einhverjar ábendingar um útihátíðir sem áttavitanum hefur yfirsést, eða hefur einhverjar frekari upplýsingar um útihátíðirnar sem fyrir eru á listanum, endilega láttu okkur vita á netfangið attavitinn@attavitinn.is.

 

Mynd: Páll Pétursson – Mýrarbolti 2014

 

  • Var efnið hjálpegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar