Hvar eru útihátíðir yfir verslunarmannahelgi?

Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verzlunarmanna sem er ávallt fyrsti mánudagur í ágúst.  Við það myndast löng helgi og nota margir hana til þess að fara í ferðalög og sækja ýmsar hátiðir vítt og breytt um landið. Í ár ber hana upp 4. – 7. ágúst. Áttavitinn hefur tekið saman lista og kort yfir helstu hátíðirnar þér til hægðarauka.  Einnig er vert að kynna sér nokkur ráð fyrir verslunarmannahelgina.

Á útihátíðum er stundum stundað kynlíf.  Lestu greinina okkar um öruggt kynlíf á útihátíðum.

Innipúkinn

Staðsetning: Gamla Bíó og Röntgen
Vefur: https://www.facebook.com/Innipukinnfestival/ 
Aldurstakmarkanir:  Hátíðin stendur fram á nóttina öll kvöld, því má gera ráð fyrir 20 ára aldurstakmarki.
Almennt: Jafnan er mikið um dýrðir um verslunarmannahelgi á meðan að Innipúkinn stendur yfir.  Armband á hátíðina í ár kostar 9900 kr.

Neistaflug

Staðsetning: Neskaupstaður

Vefur: neistaflug.is

Aldurstakmarkanir: ekkert aldurstakmark

Tjaldsvæði: Tjaldsvæðið á Neskaupsstað er staðsett fyrir neðan gömlu snjóflóðavarnargarðana með frábæru útsýni yfir fjörðinn og rétt hjá strandblaksvelli, folfvelli, skógrækt og góðum gönguleiðum. Nóttin kostar 1200 kr.

Almennt: Fjölskylduhátíð  í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti á milli hverfa verður meðal annars á döfinni þá fjóra daga sem hátíðin stendur.

Neistaflug verður 30 ára í ár og verður því öllu til tjaldað á Neskaupsstað um Verslunarmannahelgina.

Þjóðhátíð í Eyjum

Staðsetning: Herjólfsdalur, Heimaey
Vefur: dalurinn.is
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark
Tjaldsvæði: Miðinn á þjóðhátíð gildir inn á öll tjaldsvæðin.
Almennt: Þjóðhátíð í Vestmanneyjum hefur löngum verið ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina. Þar eru þekktir fastir liðir eins og brenna á fjósakletti á föstudegi, flugeldasýning á laugardegi og brekkusöngur á sunnudegi.Hátíðarpasinn kostar 35.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa laugardags- og sunnudagspassa og gilda þeir í sólarhring frá 10 að morgni til 10 næsta morguns.

Unglingalandsmót UMFÍ

Staðsetning: Sauðaárkróki 
Vefur: umfi.is
Aldurstakmarkanir: Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 – 18 ára.
Tjaldsvæði: Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni. Auðvelt er að ganga að aðalkeppnissvæði.
Almennt: Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta og fjölskylduhátíð. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Frekari upplýsingar um mótið má finna á vefsvæði UMFÍ

Síldarævintýri á Siglufirði

Staðsetning: Siglufjörður
Vefur: Facebook
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Síldarævintýrið er einstök fjölskylduhátíð þar sem hægt er að finna fullt af viðeigandi skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Ekkert kostar inn á hátíðina.

Sæludagar KFUK og KFUM

Staðsetning: Vatnaskógur
Vefur:  Facebook – Vatnaskogur.is
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur um verslunarmannahelgi, þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Svæðið opnar á fimmtudagskvöldi fyrir Sæludagagesti. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi. Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri, 3.000kr kostar fyrir 7-12 ára og 6.000kr fyrir 13 ára og eldri. Einnig er hægt að kaupa dagspassa.

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar

Staðsetning: Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð
Vefur: kotmot.is
Tjaldsvæði: Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu. Einnig er hægt að kaupa gistingu í kirkjunni í kotinu sem og í skála á svæðinu.
Aldurstakmarkanir: Engar.
Almennt: Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Samhliða frábærri dagskrá á Kotmóti er boðið uppá glæsilegt barnamót fyrir yngstu kynslóðina ásamt þéttri dagskrá fyrir unglingana.

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir

Staðsetning: Akureyri
Vefur: icelandsummergames.com

Tjaldsvæði: Að Hömrum verður lögð áhersla á fjölskylduvænt tjaldsvæði. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verður gestahópurinn trúlega blandaðri. Bæði almennir ferðamenn innlendir og erlendir, sem leið eiga um Akureyri og svo þeir sem komnir eru aðallega til að taka þátt í hátíðarhöldunum um helgina.
Aldurstakmarkanir: Á tjaldsvæðin er 18 ára aldurstakmark og gildir fæðingadagurinn.
Almennt: Um verlsunarmannahelgi er nóg að gera á Akureyri. Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir, verða í brennidepli á Íslensku sumarleikunum. Auk þess verður skemmtidagskrá með tónleikum og dansiböllum.

Norðanpaunk

Staðsetning: Laugarbakka Vestur-Húnavatnasýslu
Vefur: www.nordanpaunk.org/
Tjaldsvæði: Það eru tjaldsvæði við Langafit en það þarf að greiða sérstaklega fyrir gistingu.
Aldurstakmark: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Árlegt ættarmót paunkara á Laugarbakka Vestur-Húnvatnasýslu. Á hátíðinni koma fram yfir 40 hljómsveitir.

Flúðir um versló

Staðsetning: Flúðir
Vefur: Fludir.is
Tjaldsvæði: Því miður er ekki hægt að bjóða upp á sérstakt ungmenna tjaldsvæði þetta árið. Eingöngu er í boði að vera á aðal tjaldsvæðinu og aldurstakmark þar er 23 ár.
Aldurstakmarkanir: engar, nema á tjaldsvæði.
Almennt: Verslunarmannahelgi er tekin föstum tökum á Flúðum. Dagskráin er stórglæsileg og af mörgu að taka, sem dæmi: Furðubátakeppni, Brenna og brekkusöngur, Leikhópurinn Lotta og fjöldinn allur af þjóðþekktu tónlistarfólki.
Annað: Athugið að þessar upplýsingar eru frá því 2018, við höfum ekki fundið neinar upplýsingar um verslunarmannahelgina á Flúðum 2019.

Ef þú getur ekki beðið eftir verslunarmannahelgi þá bendum við á greinina okkar um bæjar- og útihátíðir

Ef þú hefur einhverjar ábendingar um útihátíðir sem áttavitanum hefur yfirsést, eða hefur einhverjar frekari upplýsingar um útihátíðirnar sem fyrir eru á listanum, endilega láttu okkur vita á netfangið attavitinn@attavitinn.is.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar