Hæhæ, ég var að spá hvert ég eigi að fara til að fá pilluna án þess að foreldrar viti. Þarf að panta tíma hjá kvennlækni (sem er mjög dýrt)?
Hæ
Þú getur farið til heimilislæknis til að fá pilluna. Það kostar ekkert að hitta lækni á heilsugæslunni ef þú ert yngri en 18 ára. Þú átt rétt á viðtali í trúnaði. Pantaðu tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni í þínu hverfi/bæjarfélagi. Það kostar meira að fara til kvensjúkdómalæknis en þú getur gert það ef þú vilt án þess að láta foreldra vita en ef þú ert bara að spá í pilluna þá er nóg að fara á heilsugæsluna. Þú færð svo lyfseðil fyrir pillunni sem þú sækir í apótek, verðið á pillunni er aðeins mismunandi eftir tegundum.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?