Að hætta á microgyn

1149

Hæhæ, hef verið á getnaðarvarnarpillunni microgyn í þó nokkurn tíma og var ég að byrja pillupásu eins og vanalega um daginn. Ég for í apótek til að kaupa nýtt spjald til að byrja á eftir pásu á. Þá kom upp að ég þurfi að endurnýja lyfseðilinn. Ég mun ekki fá nýtt pilluspjald áður en pillupásan klárast. Ég veit að ef pillan er tekin rétt þá á hún að veita vörn líka í pásum. Ég stundaði kynlíf á fyrsta degi pásu. Ef ég næ ekki að byrja á næsta spjaldi á réttum tíma,hvað gerist þá? Get ég orðið ólétt (hef ekki og mun ekki stunda kynlíf án smokks fyrir utan þetta eina skipti áður en þetta leysist)

Pillan er örugg í pillupásunni.  Ef þú byrjar ekki á næsta spjaldi á réttum tíma þá getur þú ekki treyst á pilluna í amk. viku eftir að þú byrjar að taka hana.  Þetta er aðeins mismunandi eftir pillutegundum.  Ég ráðlegg þér að taka hana eins fljótt og þú getur eftir að 7 dagar eru liðnir frá þeirri síðustu.  Svo skaltu sleppa samförum eða nota smokkinn í 1-2 vikur eftir að þú byrjar.   Þá er pillan orðin virk.  Í sérlyfjaskránni stendur um Microgyn að það eigi að nota aðra getnaðarvörn í 7 daga.

Þú skalt svo endilega óska eftir fjölnota lyfseðli frá lækninum þínum.  Þá áttu inni pilluna fyrir heilt ár sem þú getur leyst út á þriggja mánaða fresti.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar