Ég er í smá huleiðingum. Þetta mál er nú eitthvað sem okkur er öllum eðlilegt en það eru takmörk fyrir hvað er hægt að tala um. Þetta mál mitt er þannig að ég hef átt við það lengi og er að reyna að vinna í því það er sjálfsfróun, ég er að fróa mér einu sinni til 3svar á dag stundum oftar og er ég að pæla í hvort þetta geti mögulega haft áhrif á frammvindu mína í að finna ástina eða hvað varðar tilfinningar til gagnstæða kynsins í daglegu lífi.
Hæ og takk fyrir spurninguna
Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að stunda sjálfsfróun og ætti það ekki að hafa áhrif á ástarlífið þitt né makaleit. Við mælum með að skoða nokkrar greinar sem við eigum til sem geta mögulega hjálpað.
https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/kynlif/sjalfsfroun-er-edlilegt-ad-froa-ser/
https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/kynlif/mytur-um-sjalfsfroun/
https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/frammistodukvidi-i-kynlifi/
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?