Heil og sæl Ég er á hormónalykkjunni og fer aldrei á blæðingar. Ég er búin að vera mjög aum í brjóstunum og sérstaklega geirvörtunum undanfarið. Hef notað mikið spangarbrjostahaldara. Er með lítil brjóst og finnst ég ekki ná að finna annað til að vera í . Klæjar oft á hliðunum nær handveginum. Get ekki tengt þetta tiðarhringnum eða neinu öðru. Þetta er búið að vera í 3-4 vikur látinn og geirvörtur sumar í 2 vikur. Með von um hjálp.
Hæ
Þetta eru klárlega einkenni sem hormónin þín eru að stjórna. Þú gætir pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni til að ræða málin. Stundum er gefin hormónalyf við þessum einkennum. Það er hægt að mæla hórmónin með blóðprufum sem að læknirinn gæti pantað fyrir þig.
Kláðinn er þó líklega vegna brjóstahaldarans, gæti verið að þú þolir ekki spöngina? Ertu með nikkel ofnæmi eða annað ofnæmi. Ég ráðlegg þér að kaupa haldara þar sem spöngin er vel fóðruð ef þér finnst þú þurfa að nota haldara með spöng. Annas gætir þú prufað að bera Mildison krem (fæst í apóteki án lyfseðils) á svæðið til að hjálpa húðinni að jafna sig og minnka kláðann.
En varðandi eymsli í brjóstum og gerivörtum ættir þú að ræða við kvensjúkdómalækni.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?