Hæ, ég er 16 ára stúlka í sambandi með 16 ára strák. Við höfum verið saman hálft ár og byrjuðum að stunda kynlíf frekar snemma í sambandinu. Við notuðum smokka fyrstu 3-4 mánuðina, vegna þess að kærastinn minn var að bíða eftir tíma í skoðun hjá húð og kynsjúkdóma deildinni. Hvorugt okkar er með kynsjúkdóm. Eftir að hann fékk svarið sitt hættum við að nota smokka. Allt hefur gengið vel síðan þá. En fyrir ca 1 viku þá tökum við eftir því að við séum bæði komin með einskonar brunasár. Ég er rauð í píkunni og mér svíður smá. Ég er líka nýlega komin með pínu litlar rispur innan á ytri barmana sem mér er mjög illt í. ( ég fór til kvensjúkdómalæknis fyrir nokkrum náuðum vegna gríðarlegar mikillar blæðingar og verki í leggangaropinu. Ég er víst með næmni þar og fékk bara að vita að ég ætti að passa mig og svo fékk ég pilluna til þess að stoppa blæðingarnar. Það hefur ekki virkað. Ég er enn á stanslausum túr. ) útverðin hjá mér síðustu daga hefur verið mjög gul og skrítin. Kærastinn minn er rauður á forhúðinni og á kóngnum. Honum svíður og klæjar, hann er einnig með litlar rispur. Áðan vorum við að stunda kynlíf og sæðið hans var brúnleitt. Við skiljum ekkert hvað er að gerast… HJÁLP!
Hæ
Það er best að þið farið til læknis til að vera viss um hvað er í gangi hjá ykkur. Þið getið til dæmis pantað tíma á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 5436050. Einnig gætuð þið rætt við heimilislækni á heilsugæslunni í því hverfi sem þið búið í eða þú pantað þér hjá kvensjúkdómalækni. Kannski gott að tala við sama lækni og síðast sérstaklega þar sem meðferðin er ekki að gera gagn.
Svona sviði og roði eins og þú lýsir gæti verið vegna sveppasýkingar, það er ekki kynsjúkdómur en þið getið smitað hvort annað og þurfið þá bæði meðferð. Brúnt sæði og blæðingar ættu ekki að fylgja sveppasýkingu, eða eru amk. sjaldgæf einkenni, þannig að þið ættuð bæði samt að ræða það við lækni til öryggis.
Ef það er langur biðtími eftir lækni þá getið þið byrjað á því að kaupa sveppalyf í apótekinu (það þarf ekki lyfseðil). Það eru nokkrar tegundir til og þær heita Canesten, Pevaryl og Daktacort. Þið getið valið eitthvað af þessu, talað við lyfjafræðing til að fá ráð eða bara valið það sem er ódýrast. Ef þetta er sveppur þá hjálpar þetta ykkur amk. að líða betur þar til þið hittið lækninn. Tekur þó oft 3-4 daga að byrja að virka.
Endilega pantið tíma sem fyrst og gangi ykkur vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?