Ef annar aðili í sambandi er með kynsjúkdóm

229

Ef annar aðili í sambandi er með kynsjúkdóm sem maður getur verið smitaður af, hvernig fara báðir aðilar að því að eignast barn?

Það er hægt að fá meðferð við flestum kynsjúkdómum og læknast.  Þannig að barneignir ættu ekki að vera neitt vesen eftir rétta meðferð.  Ef að kynsjúkdómur hefur haft áhrif á frjósemi þá er hægt að fá allskonar hjálp við að eignast barn með aðstoð læknavísindanna, mjög misjafnt eftir því hvert frjósemisvandamálið er.

Ég vona ég sé að skilja spurninguna þína rétt.  Ef ekki þá hvet ég þig til að skrifa okkur aftur.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar