Ég á erfitt með að draga djúpt inn andann

2346

Ég er ekki ofþung en á stundum erfitt með að draga andann djúpt inn og það er mjög óþægilegt. Ég er kannski bara að slaka á og líður allt í einu eins og ég þurfi að draga andann djúpt inn enn svo þegar ég reyni það þá get ég það ekki og líður þá eins og ég sé ekki að anda að mér nægilegu súrefni, hvað gæti þetta verið?


Það gæti verið að þú sért að anda aðeins grunnt og því kalli líkaminn á meira súrefni og þú færð skilaboð um að fylla lungun. Ástæða þess að maður andar grunnt getur verið stress eða kvíði. Gæti það verið ástæðan hjá þér? …þó þú takir reyndar fram að þú finnir fyrir þessu þegar þú ert að slaka á…en mögulega ertu að gera þetta oftar bara tekur ekki eftir því nema þegar þú ert í rólegheitum.

Það er ólíklegt að nokkuð sé að, það er þó ekkert að því að panta tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni og fá mældan blóðþrýsting, púls og súrefnismettun. Það er fínt að gera það til að vera viss um að allt sé ok. En ef þú mæðist ekki meira en áður, ekki svimi eða hraður hjartsláttur eða þung slög þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur.

Bestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar