Ég er 13 ára stelpa og mig langar svo að stunda kynlíf

757

Hæ, ég er 13 ára stelpa og mig langar svo að stunda kynlíf en eg er ekki á föstu eða neitt hvað á ég að gera?

Sælar, Þessar tilfinningar og langarnir eru afskaplega eðilegar. Fyrsta reynslan af kynlífi er dýrmæt og þú skalt hugsa þig vel um áður en þú lætur verða af því að sofa hjá bara einhverjum.  Þú færð aldrei annað tækifæri á að sofa hjá í fyrsta sinn, mundu það. Það er erfitt að finnast maður varla hafa stjórn á hugsunum sínum og sennilega spila hormónin þín þarna inn í þar sem þú ert byrjuð á kynþroska. 

En þú verður að passa að láta ekki hormónin og löngunina taka yfirhöndina.  Spáðu líka aðeins í hvað það er sem þú væntir að fá út úr kynlífi.  Hvað gerist þegar þið eruð búin að sofa saman?  Hvað viltu að gerist þá?  Ef þú ert hrifin af þessum strák þá skaltu fara að vinna í því að komast að því hvort hann sé hrifinn af þér líka áður en þú hoppar upp í rúm til hans, því annars er mikil hætta á að þú verðir fyrir vonbrigðum.  Það er svo miklu betra að fá góða reynslu af kynlífi með einhverjum sem þykir vænt um mann og þú getur treyst..og þá eru líka miklu meiri líkur á að þetta verði ekki vont og að þú verðir sátt og ánægð með þitt fyrsta skipti.

Ef þú telur að þú sért tilbúin til að stunda kynlíf þá er það bara þannig. 13 ára er fremur ungur aldur til að byrja og vona ég að þú kynnir þér málið vel.  Hugsir þig vel um hvort þú sért til í að hafa samfarir eða hvort þú ert meira til í að kela og kynnast sjáfri þér og þeim sem þig langar að vera með betur. Þú þarft samt sem áður að nota getnaðarvörn, smokkinn, því þú getur orðið ólétt þó þú sért ekki byrjuð á blæðingum.

Þannig að þú skalt vanda þig með fyrsta skiptið, ekki gera það bara með einhverjum af því bara. Þú munt alltaf muna fyrsta skiptið og það er skemmtilegra ef minningin er góð. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar