Ég er hrifin af stelpu en veit ekki hvernig ég get tjáð henni það.

522

Hæ hó, ég er 17 ára drengur og er hrifinn af stelpu sem er einu ári yngri en ég. Við þekkjumst ekki neitt en sjáumst stundum á einhverskonar viðburðum. Og þegar ég sé hana þá stressast ég allur upp og finnst einhvern eigin hún líka, eða að það sé bara rugl í mér. Við vorum einu sinni á sama balli og allt ballið var ég að íhuga að bjóða henni upp í dans en bara gat ekki gert það, hvað ef hún hefði sagt nei?. Ég hef ekki sagt neinum að ég sé hrifin af henni þannig ég þarf ráð. Ætti ég að senda henni skilaboð eða eitthvað?

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Þetta er auðvitað ótrúlega algengt „vandamál“. Mesti óttinn er auðvitað að líta kjánalega út í smástund en ef þú gerir ekki neitt þá muntu aldrei komast að því hvort hún sé hrifin af þér líka.

Vilt tala við hana og segja henni hvernig þér líður en þorir því alls ekki.  Hvað gæti gerst?  Hún gæti sagt að hún hefði engan áhuga á þér og svo yrðu nokkur vandræðaleg moment ef að þið eruð að umgangast mikið.  Er það ekki þess virði að tékka á þessu.  Kannski er hún skotin í þér og þú hefur ekki hugmynd.

Þorir þú að hrósa henni?  Segja að hún sé fyndin, góð í einhverju eða sæt eða eitthvað?  Það vekur athygli hennar og þú gætir kannski lesið eitthvað í viðbrögðin.  Kannski sýnt henni áhuga án þess að sýna rómantískan áhuga.  T.d. hvað hún hafi verið að gera í sumar eða eitthvað slíkt. Þú þarft auðvitað ekki að æða upp að henni og játa ást þína, þú gerir smá ferli að þessu svo að hún kynnist þér líka ágætlega.

Það er auðvelt fyrir mig að sitja fyrir framan lyklaborð og segja þér að láta bara vaða, en þú verður að finna þetta hjá sjálfum sér. Í fullkominni hreinskilni þá munt þú kannski sjá eftir því að hafa ekkert gert en að sama skapi vera þakklátur fyrir að láta þetta eiga sig.

 

Gangi þér vel vinur!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar