Ég er hrifinn af stelpu sem að ég sé fyrir mér framtíð með en ég þori ekki að segja henni það

  49

  Hún býr ekki í sama bæ og ég hitti hana fyrst í hestamennsku á höfn í Hornafirði en ég bý á vopnafirði og ég spjallaði við hana þar á(höfn) hestanámskeiði við eigum ýmislegt sameiginlegt en hún er ekki með neina samfélagsmiðla þannig ég get ekki talað við hana en bráðum fer ég kannski aftur á höfn þess vegna vantar mig ráð

  Hæ og takk fyrir spurninguna.
  Númer 1, 2 og 3 er að vera kurteis og auðmjúkur. Mikilvægt er að sýna hvort öðru virðingu og ekki fara að vera með tappastæla til að reyna að ganga í augun á henni. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur, sýndu henni hver þú ert í raun og veru en ekki hver þú heldur að hún vilji að þú sért. Þannig munuð þið bæði sjá hvort að það sé möguleiki á framtíð saman.
  Fyrst að hún er ekki á samfélagsmiðlum væri sniðugt að skiptast á símanúmerum og t.d. gæti fyrsta skrefið verið samræður um sameiginlegt áhugamál eins og hestamennskuna.
  Hafðu samt í huga að það er ekki sniðugt að bíða of lengi með að segja henni hvernig þér líður því þá er hætta á að lenda í „friendzone-inu“ svokallaða.
  Gangi þér vel!
  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar