Ég er í 9. bekk og býðst að útskrifast úr grunnskóla strax, hvað á ég að gera?

312

Hæ Hæ

Ég er í núnda bekk og hef alltaf verið góður námsmaður. Mér bauðst nýlega tækifæri til þess að útskrifast í vor með tíunda bekk og er að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að þiggja það eða ekki. Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og er byrjuð að finnast jafnaldrar mínir mjög óþroskaðir, hinsvegar er ég hrædd um að missa af öllu félagslífinu í tíunda bekk.

Kv.
Ein óákveðin

Þú virðist vera að hugsa þetta á mjög skynsaman hátt.  Þú ert vissulega að sleppa úr einu ári félagslega líka.  Þú sleppir þá lokaárinu, mögulega lokaferð og öðru sem því fylgir.  Nú veit ég ekki hvernig þú stendur félagslega en spáðu vel í þessu.  Það gæti verið möguleiki líka að sitja 10.bekk en taka einvher fög í framhaldsskólanum utan skóla til að flýta fyrir þér þegar kemur að framahaldsskóla. Ég þekki samt því miður ekki nógu vel hvernig það kemur út ef þú stefnir á bekkjarskóla eins og t.d. MR.

Þú hefur væntanlega rætt þetta við námsráðgjafa í þínum skóla, ef ekki þá hvet ég þig til að gera það.  Ef þú hefur gert það en ert enn óviss þá gæti hjálpað að fá viðtal við námsráðjgjafa hjá þeim framhaldsskóla sem þú ert að pæla í.  Aðeins að fá þeirra álít og sýn á þitt mál. Þeir vita hvað er í gangi í skólanum og hvernig aðrir yngri nemendur hafa haft það í skólanum.  Ég ráðlegg þér að skoða það.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar