Ég gleymdi pillunni og stundaði óvarið kynlíf, hvað er til ráða?

645

ég er semsagt á pilluni migrogyn held það sé skrifað svona og eg er buin að taka hana a hverjum degi en gleymdi því alveg í gær og ég stundaði kynlíf í gær og hann fékk það inn í mig og ég var að spá hvort ég á bara að taka tvær í dag eins og þegar maður gleymir

Þú skalt já taka pilluna sem gleymdist um leið og þú mannst eftir því, alveg sama hvort þú stundaðir kynlíf eða ekki.  Alltaf sama reglan.  En þegar pilla gleymist er öruggast að nota smokkinn líka þannig að þú skalt gera það fram að næstu blæðingum.

Ef að blæðingum seinkar eða koma ekki þá skaltu taka þungunarpróf.  Bíddu þar til þú ert komin 3-4 daga fram yfir blæðingatímann áður en þú tekur prófið.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar