Ég rakaði af mér skaphárin og er í MIKLUM vandræðum

747

Hæhæ, ég rakaði af mér skaphárin og er í MIKLUM vandræðum. Fékk svo mikil útbrot að ég er að drepast! Hvað get ég gert til þess að minnka sársaukann? Hvenar mun ég losna við útbrotin? Mér langaði bara að prufa þvi strákum finnst vist svo ógéðslegt að vera loðin þarna niðri.. 🙁

Obbosí.  Þetta hljómar ekki vel, það skiptir miklu máli að vanda sig þegar kynfærin eru rökuð.  Þetta er mjög viðkvæmt svæði.  Það verður að nota nýtt rakvélablað, sérstaka raksápu og aldrei raka á móti hárvextinum.  Best er að gera þetta í sturtu þegar húðin er blaut og heit.   Þó að reglum sé fylgt vel þá er samt alltaf hætta á útbrotum og kláða eftir rakstur.  Það eru til krem í apóteki sem eru ætluð fyrir þessi útbrot, það er spurning hve mikið þetta er, hvort það er sýking í bólunum eða sár.  Sumir nota aloa vera sem er græðandi gel.  Það er misjafnt hvað virkar fyrir hvern og einn og ég get því miður ekki mælt með neinni sérstakri tegund.  Þú gætir farið í apótek og óskað eftir ráðum þar, hjá afgreiðslu eða hjá lyfjafræðingi.  Ef húðin er sýkt, kemur gröftur eða ef þú ert rauð eða heit í húðinni eða með sár þá er best að tala við lækni eða hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni í þínu hverfi og fá ráðleggingar.  Stundum þarf bakteríueyðandi krem eða sérstakt græðandi krem á svona útbrot en það þarf læknir að meta.   Þú spáir í því hvað þú heldur að sé best fyrir þig og líklega væri sniðugast að tala við mömmu þína og fá hana til að hjálpa þér og ráðleggja.

Og svo verð ég að bæta við elsku dúllan…strákum finnst skapahár ekki ógeðsleg.  Ef þú ætlar að raka þig þá skaltu gera það fyrir þig.  Það er líka fínt að snyrta bara hárin, stytta þau smá eða raka bara svæðið sem kemur út fyrir bikiníbuxurnar.  Smekkurinn er misjafn, hvað hverjum og einum þykir sexý en ég lofa að það þykja ekki öllum strákum skapahár ógeð.

Bestu kveðjur.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar