Ekki gefast upp

  60

  Ég er búin að fara í gegnum svo mikið drasl í lífinu og það er eins og ég er alveg að kremjast því það er svo mikið og það er engin að styðja mig áfram og er mikið einn í þessu, stundum fæ ég þá tilfinningu að gefast upp bara því lífið er bara allt of erfitt að vera einn

  Hæhæ og takk fyrir að deila þessu með okkur. Ég get trúað því að bara hafa skrifað þetta hafi verið stórt skref og hafi hjálpað þér að fá útrás. Það er margt hægt að gera þegar manni líður illa þó manni líði ekki alltaf þannig. Þú bendir svo réttilega á það í titlinum ,ekki gefast upp.’ Ég mæli með því að finna einhvern sem þú getur talað um þetta við. Til dæmis sálfræðing þó það geti auðvitað verið dálítið kostnaðarsamt. Það getur líka reynst gott að eiga góða trúnaðarvini. Þú getur fengið betri ráðleggingar varðandi hjá Geðhjálp sem er með fría ráðgjöf hér er hægt að sækja um: https://gedhjalp.is/fri-radgjof/ Hérna er líka grein á Áttavitanum sem gæti reynst þér gagnleg https://attavitinn.is/heilsa/hvad-er-einmanaleiki/ Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband aftur ef við getum hjálpað þér meira.

   

  Kveðja

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar