Er 18 ára strákur og er hreinn sveinn.

478

Er 18 ára strákur og er hreinn sveinn. Þetta er farið að bögga mig mjög mikið að allir séu óhreinir en ég er hreinn. Það virðist líka engin stelpa hafa áhuga á mér, þær hunsa mig allar þegar ég reyni að tala við þær. Er eitthvað sem ég get gert í þessu tvennu?

Sæll

Það er ekki óalgengt að hafa ekki misst sveindóminn við 18 ára aldur og það er alls ekkert að því. Þér gæti liðið eins og þú sért eini hreini sveinninn en við getum fullvissað þig um að svo er ekki. Það er nú þannig með okkur mannskepnuna að oftast eru fleiri í sömu stöðu og við þó okkur líði einsog við séum ein.

Það er kannski ágætt að pæla í því af hverju þetta veldur þér áhyggjum. Er það vegna þess að þú ert tilbúinn að missa sveindóminn og langar en hefur ekki fengið tækifæri til þess ennþá? Eða er það vegna þess að þér finnst að þú þurfir að missa hann því þú upplifir að allir aðrir séu búnir að því?

Sama sinnis, vertu meðvitaður um það að þó að þér finnist engin stelpa hafa áhuga á þér þá gæti það bara verið þín upplifun, ekki raunveruleikinn.

Okkar ráðlegging til þín og annara í þinni stöðu er að taka þessu ekki of alvarlega. Það hjálpar engum að líða illa yfir svona löguðu. Haltu áfram að reyna, leyfðu þér að vera þú sjálfur, stígðu aðeins út fyrir þægindarramman og sjáðu hvað gerist. Vertu líka óhræddur við að tala um vanlíðan og áhyggjur, það hjálpar alltaf.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar