Er 2 mánuðir i vinnu reynsla?

  66

  Hæhæ hérna er sem sagt að fara vinna i næstu viku (fyrsta vinnan min). Þetta er eingöngu sumarvinna og varir því bara i 2 mánuði. Gæti ég sett þessa vinnu á ferilskrána mína? Telst þetta nógu langur tími til þess að vera reynsla?

  Fyrirfram þakkir

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Já það geturðu svo sannarlega. Tíminn skiptir ekki máli þegar kemur að þessu og öll vinna er reynsla. Á ferilskrá kemur svo alltaf fram á hvaða tímabili þú varst í starfi.

  Mbk.

  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar