Er eðlilegt að fá kynferðislega drauma um kennarann sinn?
Mér er alltaf að dreyma um mig og kennarann minn en hvernig hætti ég því?
Hæ
Þú segir ekkert um hvort að kennarinn sé kynferðislega aðlaðandi í þínum augum og hvort þú hugsar um hann eða hana á þann hátt. Það gæti haft áhrif á draumana. Ef hann/hún er bara alls ekki spennandi svona sexý-lega séð þá skil ég að draumarnir séu fremur skrítnir fyrir þig. Það gæti farið saman samt einhverskonar aðdáun eða jafnvel hlýhugur sem að rennur saman í eitthvað kynferðislegt í draumunum. Það er voða erfitt að hafa stjórn á því sem þig dreymir. Kannski hjálpar að pæla aðeins í hvað gæti verið að valda þessu…skoða tillögur mínar hér að ofan. Annars ráðlegg ég þér að prófa að lesa eða hlusta á tónlist…eitthvað sem kemur huganum frá skólastofunni og kennaranum áður en þú ferð að sofa. Kannski gæti hjálpað líka bara að sættast við þessa drauma og hlæja bara að þeim. Ekki láta þá hafa áhrif á tilfinningarnar þínar. Þá ættu þeir að missa máttinn og vonandi hætta. Það er amk. ekkert óeðlilegt við þetta hjá þér og engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?