Hæ,hæ! Ég er stelpa á 14 ári sem hefur aldrei farið á blæðingar. Núna síðustu helgi byrjaði ég að fá svona mjög dökk brúna þykka útferð og ég hef verið með hana síðan (í ca 5 daga). Ég hef verið að leita svara um hvað þetta er og meðal annars hérna inná áttavitanum en ég hef ekki fundið nein almennileg svör 🙁 Spurningin mín er „er ég byrjuð á blæðingum?” Einu svörin sem ég hef verið að fá er t.d. blæðingar þínar eru ekki orðnar reglulegar og þannig og eitthvað efna dæmi í líkamanum…… en svarið sem ég er að leita að er „já þú ert byrjuð á blæðingum” eða „nei þú ert ekki byrjuð á blæðingum en þetta getur verið……” væri til í að fá svar sem fyrst 🙂 (og annað eru milli blæðingar taldar sem blæðingar?)
P.s. Ég hef aldrei Stundað kynlíf
Með fyrirfram þökkum 🙂
Hæ
Já, dökk útferð í 5 daga, brún. Já þetta eru líklegast fyrstu blæðingarnar þínar. Sem sagt; Já þú ert byrjuð á blæðingum. Til hamingju 🙂
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?