Er kvensmokkurinn seldur á Íslandi?

240

Sé að í umfjölluninni ykkar um kvensmokkinn stendur að það sé hægt að kaupa hann í apótekum. Vitið hvaða apótek eru að selja hann? Því þegar ég reyni að gúgla hann koma engir sölustaðir upp.

Hæ og takk fyrir spurninguna.

Eftir mikla rannsóknarvinnu virðist kvensmokkurinn því miður ekki lengur seldur í apótekunum og má rekja það til dræmrar sölu á þeim.

Það er ólíklegt að þeir finnist annars staðar en mestar líkur eru á að þeir finnist í Heilsubúðum eða Kynlífstækjaverslunum. Það er þó hægt að panta smokkana á t.d. Amazon og Ebay sem dæmi.

Mbk.

Áttavitinn ráðgjöf.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar