Hæ:) Ég er búin að vera að skoða “dumpster diving” mikið undanfarið og finnst það hljóma eins og frábær leið til að bæði spara pening og minnka matarsóun. Þetta er löglegt í BNA en ég er ekki viss með hérlendis.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Það er ekki ólöglegt á Íslandi en í raun ekki löglegt heldur.
Það ætti alveg að vera í lagi að gramsa í ómerktum tunnum en það er bannað að taka fatapoka úr rauða kross gámi t.d.
Svo er þetta auðvitað spurning um að vera ekki að skilja eftir sig drasl heldur ganga vel um ruslagámana.
Einnig er hægt að tala við fyrirtæki og spyrja hvort þú megir gramsa.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?