Ég er að plana að sofa hjá honum en veit ekki hvort ég ætti að gera það af því að við náum ekki vel saman. Hann er alveg ágætur en við eigum lítið sameiginlegt. Ég er samt svo rosalega gröð og langar að gera það með honum en er hrædd um að ég muni sjá eftir því. Ég er ekki búin að hitta hann lengi en finnst ég vera mjög tilbúin.
Hæ
Ef þú veist ekki hvort þú ættir að gera það eða hvort þú munir sjá eftir því þá væri það okkar ráð að geyma það. Þú ættir að vera viss um að vilja sofa hjá manneskjunni sem þú ætlar að sofa hjá. Fyrsta skiptið kemur heldur ekki aftur svo það væri gott að gera það með einhverjum sem maður ber tilfinninga til, þó auðvitað það sé engin regla til um það eins og svo margt annað.
Miðið við spurninguna þína þá langar þig ekkert svakalega að sofa hjá þessum tiltekna manni. Það er svo margt hægt að gera ef þú ert gröð svo endilega njóttu þess. Við hvetjum þig þó til að skoða það hvort þú virkilega viljir sofa hjá þessum aðila og ef tilfinningin þín er ekkert sérstaklega sannfærandi, þá liggur alls ekkert á.
Gangi þér vel
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?