Í rúmlega tvær vikur er ég búin að vera með verk og kláða í klofinu, sem sagt við opnun legganganna (það var engin lykt af útferðinni). Ég hef verið að nota hárnæringu til að raka mig þarna niðri og er að spá í hvort það sé ástæðan fyrir þessu.
Ég ákvað að byrja að drekka þynnt eplaedik og nú er ég orðin skárri þar. En fyrir svona fimm dögum fór ég að finna verk við endaþarmsopið líka. Það eru tveir hnúðar eða eitthvað við það og ef ég dreg saman vöðvanna þar finn ég fyrir litlum verki og líka annað slagið þegar ég er kannski bara sitjandi eða eitthvað. Mér líður eins og nærbuxurnar séu upp í rassinum en svo er þetta bara þrýstingur eða eitthvað í endaþarmsopinu ef þú veist hvað ég á við. Ég geng ekki í g-streng heldur passa ég mig að ganga yfirleitt í bómullarnærbuxum. Ég stunda kynlíf annað slagið með sama einstaklingnum en nota alltaf smokk.
Hvað er líklegast að þetta sé. Er eitthvað krem eða eitthvað í apóteki ólyfseðilsskylt sem gæti hjálpað mér án þess að ég þurfi að hringja í lækni út af þessu? Ef ekki þá veit ég ekki hvert ég hringi til að fá aðstoð við þessu. Þetta er ekkert rosalega vont bara óþægilegt. Má ég stunda kynlíf þrátt fyrir þetta eða ekki?
Takk fyrir og með von um fljótt svar! 🙂
Hæ
Þú ættir að láta kíkja á þetta. Spurning hvort þetta gætu verið kynfæravörtur. Þó að kláðinn bendi reyndar frekar til sveppasýkingar. Það er erfitt að segja en best að fá skoðun til að vera viss hvað er í gangi. Þú getur pantað þér tíma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma, s. 5436050, það er ókeypis. Einnig gætir þú rætt við heilsugæslulækni eða kvensjúkdómalækni.
Ef það er langur biðtími eftir tíma þá getur þú keypt þér Pevaryl í apóteki og borið á, það er sveppalyf og gæti virkað á kláðann, það tekur þó nokkra daga að virka þannig að ekki gefast upp þó það virki ekki strax. Þú þarft ekki layfseðil til að kaupa þetta krem og best er að nota það í nokkra daga eftir að einkennin eru farin.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?