Eru miklar líkur að hann hafi smitast?

208

Hæhæ, ég er nýlega búin að komast af því að ég sé með sveppasýkingu að neðan, en málið er að ég stundaði óvarið kynlíf með strák áður en ég hóf meðferð því ég vissi ekki af sveppasýkingunni en var þó með einkenni þá. Eru miklar líkur að hann hafi smitast? Því við erum bara nýbyrjuð að deita og ég þekki hann lítið sem ekkert og vil ekki vera að fara að segja þetta við hann því það finnst mér rosalega vandræðinlegt, og það er mjög stutt síðan að við sváfum saman meðan ég var með einkenni, en vissi ekki af því og er byrjuð á meðferðinni. Hann reyndar fékk það ekki þegar við stunduðum óvarið kynlíf þegar ég var með einkenni…

Ég held að sveppurinn sé ekki inn í leggöngunum því ég er með roða utan að og finna ekkert til i leggöngunum.
Hvað er best að gera? Er best að bíða bara og sjá til hvort hann fái einhver einkenni, því ég kannski smitaði hann ekkert og vil ekkert segja um þetta fyrr en ég veit að hann sé þá líka komin með einkenni? Útaf því að ég hef bara hitt hann svona 2 sinnum og vil eiginlega ekki fara að segja neitt nema að ég þurfi þessi…

Best væri að segja honum frá þessu svo að hann geti fengið rétta meðferð sem fyrst og sleppi því að finna fyrir einkennunum.  Þú verður líka að passa þig á því að ef þið stundið kynlíf aftur þá getur hann smitað þig aftur þó að hann finni ekki fyrir einkennum.   Þannig lang best að kaupa bara fyrir hann krem og segja honum að nota það í nokkra daga til öryggis.  Þá losnið þið bæði við sveppasýkinguna.  Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir og rosalega algengt vandamál þó fáir séu að tala um það. 

Gangi þér vel.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar