Eru til hópar sem halda opna fundi fyrir átröskunarsjúklinga?

197

Eru til hópar sem halda opna fundi fyrir átröskunarsjúklinga?

Því miður þekki ég ekki til þess að það séu haldnir opnir stuðningsfundir fyrir fólk með átröskun.  Það eru fundir fyrir hjá OA samtökunum (oa.is), sem vissulega er ein tegund átröskunar (Overeaters anonymous).

Einnig er til heimasíða ABA (Anorexics and bulimics anonymous) En það eru nafnlaus samtök fyrir þá sem vilja ná bata frá átröskun (anorexía og búlimía).   Samkvæmt heimasíðunni (https://abaiceland.wordpress.com) eru ekki haldnir fundir hérlendis sem stendur en hægt er að taka þátt í starfinu gengum alþjóðlega síðu; http://aba12steps.org/  og þar er boðið m.a. upp á símafundi eða skypefundi.  Þú getur kynnt þér það betur ef þú hefur áhuga og treystir þér í enskuna.

Annars get ég bent á þjónustu geðdeilda.  Það er ýmiss hópameðferð, m.a. Hugræn atferlismeðferð sem hægt er að skrá sig í.   En þeir fundir eru vissulega ekki opnir eins og fundirnir sem þú ert að spyrja um.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar