Fékk sár í píkuna og það kemur svona gult slím úr sárinu

295

Ég stundaði kynlíf í fyrsta skipptið í gær og ég fékk sár í píkuna og það kemur svona gult slím úr sárinu. Ég bý í noregi þannig ég veit ekkert um hvernig læknar virka hér og ég get ekki talað við mömmu því hún veit ekki að ég stundaði kynlíf í gær því ég var full. Er hægt að setja eithvað krem á þetta eins og sveppasíkingar krem ?

Ef það er séns á því að þú hafir smitast af kynsjúkdómi þá verður þú að láta tékka á því.  Ég sé að þú býrð erlendis og því erfitt fyrir mig að ráðleggja hvert er best að fara.  Veit þó að víða eru unglingamóttökur þar sem hægt er að fá ráð og test ókeypis.  Þú getur tékkað á netsíðunum  www.ung.no  eða  www.Klara-klok.no

Það sakar ekki að bera á þetta krem við sveppasýkingu en ef það er ekki kláði eða hvít útferð frá leggöngum þá er ólíklegt að þetta sé sveppasýking og mun því ekki gera neitt gagn.  Fylgstu vel með sárinu og ef þetta lagast ekki á nokkrum dögum þá verður þú að láta lækni kíkja á þetta og meta hvort það geti verið komin sýking í sárið. 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar