Fjárfesta

  114

  Hæ. Ég er búin að vera á fullu að spá hvernig það virkar og hvað ég á að vita hvernig fjárfesting virkar og hvað ég þarf að gera til að gera eitthvað svoleiðis.

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það getur verið voða erfitt að leiðbeina öðrum um fjárfestingar þar sem fjárfestingum fylgir alltaf áhætta. Bankarnir bjóða hinsvegar upp á ráðgjöf þar sem farið er yfir allt er varðar fjárfestingar. T.d. muninn á skulda-, hluta- og  verðbréfum, ýmsar góðar sparnaðarleiðir o.fl.

  Við mælum með að þú bókir tíma hjá ráðgjafa í þínum banka sem getur aðstoðað þig með þetta allt saman.

  Bókin Fjárfestingar er svo mjög sniðug fyrir byrjendur og fer yfir þetta allt saman á mannamáli.

  Gangi þér vel 🙂

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar