Ef ég stundaði óvarið kynlíf með strák á seinasti degi eggloss og hann fékk það ekki inn í mig, eru einhverjar líkur á að ég sé ólétt? Og ef ég er ólett, get ég þá farið í fóstureyðingu án vitneskju foreldra minna ef ég verð 16 ára í október?
Hæ
Já það eru alltaf líkur á óléttu ef þú stundar óvarið kynlíf og auknar líkur ef það er gert í kringum egglos. Það er alls ekki öruggt þó að hann fái það ekki inn því það rennur út sæðisvökvi áður en fullnæging kemur og getur hann innhaldið sæði.
Þú getur farið í fóstureyðingu án vitneskju foreldra ef þú ert orðin 16 ára. Ég myndi þó ráðleggja þér að ræða við foreldra eða einhvern fullorðin sem þú treystir vel til að styðja þig og hjálpa þér í gegnum það ferli ef svo fer. Ef þú ert ekki orðin 16 ára og vilt alls ekki ræða við foreldra þá ráðlegg ég þér að hafa samband við félagsráðgjafa á kvennadeildinni. Þú getur hringt þangað og fengið ráð. Einnig gætir þú hringt í umboðsmann barna.
Vonandi fer þetta vel hjá þér og þú passar að nota getnaðarvarnir næst.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?