Get ég sannað að ég þurfi ekki að taka þátt í fjáröflun utan skólatíma?

  24

  Hæ, bekkurinn minn er að fara í skólaferðalag en ég ætla ekki með, aðstoðarskólastjórinn segir samt að ég eigi að taka þátt í fjáröflunini fyrir ferðina sem ég ætla ekki í. Fjáröflunin er yfirleitt utan skólatíma svo að þau geta ekki þvingað mig til að mæta, en get ég sannað það fyrir aðstoðarskólastjóranum. Hún hlustar ekki á mig þegar ég reyni að segja að þetta sé utan skólatíma svo að ég ætti ekki að eiga að taka þátt.

  Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.

  Þar sem að fjáröflunin er utan skólatíma og líklega í þínum frítíma ættiru ekki að þurfa sanna það að þú sért upptekin, ef þú vilt sanna það að þú sért upptekin gætiru sent tölvupóst með góðri ástæðu fyrir því að taka ekki þátt. Einnig getur verið gott að tala við foreldrana þína, kennarann þinn, námsráðgjafa eða annan sem hlustar á þig.

  Kær kveðja,

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar