Gleymdi að taka pilluna í tvo daga

672

hæhæ
ég gleymdi að taka pilluna i 2 daga og þá kom brún útferð í 4 daga og svo smá blóð í 3 daga. Ég var að taka síðustu pillun á spjaldinu í dag og ætla halda áfram beint á næsta er það í lagi?


Það er í fínu lagi.  Það er eðlilegt að blæðingar komi ef það gleymist pilla.  Þú passar þig vonandi að nota smokk ef þú hefur samfarir eftir að hafa misst úr pillu.  Það er alveg í lagi að taka næsta pilluspjald strax á eftir hinu og sleppa pásunni.
Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar