Hann tók út áður en hann kom

467

Hæ, eg er að verða 15 ára og eg stundaði óvarið kynlif með kærastanum mínum en hann tók út áður en hann kom og eg tók neyðarpilluna til að vera örugg að eg verið ekki ólétt, eg tók pilluna eftir svona 48h. Þegar eg keypti pilluna spurði eg hvort það er ekki of seint fyrir pilluna og það var sagt mer að það er ekki of seint… Og lika að blæðingarnar mínar gætu seinkað en það litur út eins og eg er að fara byrja sama dag og eg tók pilluna… Hjálp? ;/ eg er alveg að deyja úr stressi…

Neyðarpillan virkar í um 85% tilfella ef hún er tekin innan 72 klst, því fyrr sem hún er tekin því betra.  Ef þú hefur tekið hana eftir 48 tíma þá eru litlar líkur á því að þú verðir ólétt.  Blæðingarnar geta ruglast aðeins við það að taka pilluna, hjá sumum seinkar blæðingum en aðrar fá blæðingar strax.  Það segir ekkert um hvort að pillan virkaði eða ekki.  Ef þú ert óörugg þá skaltu taka þungunarpróf um 3-5 dögum eftir að þú ættir að byrja á blæðingum næst.  Það er kannski erfitt að reikna það út ef að pillan ruglar tíðahringnum hjá þér, þá getur þú miðað við að taka prófið eftir um 2-3 vikur.  Það er ólíklegt að þú verðir ólétt eftir þetta skipti þar sem þú tókst neyðargetnaðarvörnina. 

Þið getið alls ekki treyst á það að hann taki typpið út áður en hann fær það.  Það er alls ekki örugg getnaðarvörn.  Talið saman um þetta og ákveðið að nota alltaf smokkinn eða þá að þú skoðir að fara á hormónagetnaðarvörn.  Smokkurinn er þó eina vörnin gegn kynsjúkdómum.  Þú getur pantað þér tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni til að ræða getnaðarvarnir.

Gangi þér vel og farðu vel með þig.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar