Hvað kostar að fá einkanúmer á bíl?

6551

 

Hvað kostar að eiga bilnumer með numer sem eg vel?

 

Sæll

Þetta er tekið beint uppúr „Umsókn um einkamerki“ á www.samgongustofa.is. Gjald fyrir réttinn til einkamerkis er kr. 25.000 (þennan kostnað þarf að greiða á 8 ára fresti þegar einkanúmerið er endurnýjað). Við umsókn um einkamerki skal að auki greiða gjald fyrir framleiðslumerkja kr. 5.200 (kr. 2.600 fyrir merkið) og kr. 500 fyrir skráningu einkamerkja á ökutæki. Gjald fyrir flutning einkamerkja á milli ökutækja í eigu rétthafa er kr. 2.530. Fyrir skráningu á flutningi einkamerkja á milli ökutækja skal greiða kr. 500. Þegar ökutæki er aftur skráð á almenn merki skal einnig greiða skráningargjald kr. 500.  

Hér er svo umsóknareyðublaðið sjálft: https://www.samgongustofa.is/media/eydublod/umferd/SGSUS151umsoknumeinka…

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar