hvað þarf maður að vera gamall til að taka bifhjóla prófið? þarf maður að taka þetta í sitthvoru lagi þá meina ég taka fyrst minna prófs bifhjól og síðan stærra hjóls bifhjól eða get ég farið beint í stærra bifhjóls prófið ?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Til að mega stjórna litlu bifhjóli (A2-flokkur) þarf viðkomandi ökumaður að vera orðinn 19 ára. Eftir tveggja ára reynslu á bifhjóli í flokki A getur viðkomandi ökumaður farið yfir á stærri hjólin (A-flokk). Skv því geturðu tekið réttindi á stærri hjól 21 árs en ef þú hefur ekki þessa tveggja ára reynslu þarftu að vera orðinn 24 ára til að geta farið beint í að taka réttindi á stór bifhjól.
Á Ísland.is geturðu séð aldursskilyrði fyrir flokka bifhjóla og hvað felst í hverjum flokki fyrir sig.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?