Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Hringur í þvottaleiðbeiningum þýðir að flíkin þurfi að fara í hreinsun hjá fagfólki.
Stórt P inni í hring eru leiðbeiningar um hvaða efni á að nota við hreinsun flíkarinnar. Þetta eru oftast flíkur gerðar úr viðkvæmum efnum eins og ull, alpaca, kasmír o.þ.h.
P-ið stendur fyrir „perchloroethylene“ sem er algengt efni notað við fatahreinsun.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?