Hvað þýðir stórt P innan í hring í þvotta-/þurrkleiðbeiningum?

    56

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Hringur í þvottaleiðbeiningum þýðir að flíkin þurfi að fara í hreinsun hjá fagfólki.

    Stórt P inni í hring eru leiðbeiningar um hvaða efni á að nota við hreinsun flíkarinnar. Þetta eru oftast flíkur gerðar úr viðkvæmum efnum eins og ull, alpaca, kasmír o.þ.h.

    P-ið stendur fyrir „perchloroethylene“ sem er algengt efni notað við fatahreinsun.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar