Hvernig á að segja foreldrum frá þungun.

    66

    Hæ ég og kærasta min fengum óvænta þungum og vitum ekki hvað og hvenig við eigum að segja foreldrum okkar þetta.

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Þungun er stór viðburður og er því um að gera að fá ykkar nánasta fólk með inn í myndina sem fyrst. Gott er að nýta sér stuðnings netið sitt á svona tímamótum þar sem reynir á. Við mælum því að segja frá því sem fyrst en það allra mikilvægasta er auðvitað að þið sem par eigið samtal ykkar á milli um hvað ykkur langar að gera.

    Best er að nálgast foreldra ykkar á þeim tíma dags þar sem þið vitið að þau eru ekki upptekin í vinnu eða öðru og hafa næði og ró til þess að taka við þessum upplýsingum og spjalla um þær og ykkar hugmyndir um barneignir.

    Hér eru svo nokkrar krækjur á gagnlegar upplýsingar:

    https://island.is/lifsvidburdir/ad-eignast-barn
    https://attavitinn.is/heilsa/medganga-fyrsti-hluti/
    https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/oletta-og-barneignir/medganga-karlmanna/

    Gangi ykkur vel.

    Mbk.

    Áttavitinn


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar