Hvernig nýt ég sumarið til fulls?

  86

  Hæhæ,

  Þar sem það er búið að vera eitthvað annað gott veður á Íslandi undarfarna daga þá var ég að spá… hvað getur maður gert til þess að gera eins mikið með sumarið án þess að endurtaka hluti oft.

  Hæ og kærar þakkir fyrir spurninguna.

  Það er nóg í boði svo við skulum henda í smá lista hvað er hægt að gera sér til dægrastyttingar.

  • Skella sér á hopp rafmagnshlaupahjól og njóta menningarinnar í miðborginni.
  • Fara í veiði. Það er hægt að skella sér bara niður á höfn með spúninn, þetta þarf ekki að vera flókið.
  • Kíkja á náttúrulaugar í nágrenninu.
  • Pikknikk í almenningsgarði. Áttavitinn hefur tekið saman lista yfir almenningsgarða á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að sjá hér.
  • Plata vinahópinn út í leiki.
  • Hjólatúrar.
  • FOLF.
  • Skoða helstu ferðamannastaði.
  • Fjallgöngur og áhugaverðar gönguleiðir. Ekkert fjall er eins.
  • Íslenskar ferðaþjónustur eru með mjög góð tilboð í sumar sem er vert að skoða.

  Íslenskar ferðaþjónustur er svo með mjög góð tilboð í sumar sem vert er að skoða og er t.d. hægt að nýta hina alræmdu ferðaávísun hjá flestum.

  Google er besti vinur þinnn í þessum efnum.

  Dæmi:

  • Snorkl
  • Buggy
  • Fjórhjól
  • Paddle board
  • Fara í útilegu – ódýrt
  • Prófa allar sundlaugar sem þú kemst í tæri við.
  • Kletta- eða ísklifur.
  • Fara á tónleika – næstu helgar fram að menningarnótt eru t.d. ókeypis tónleikar í garðinum hjá Dillon í staðinn fyrir Secret Solstice sem átti að fara fram í júní.

  Vonandi gefur þetta þér einhverjar hugmyndir og við vonum að þú njótir sumarsins.

  Mbk.

  Áttavitinn ráðgjöf.

   


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar