Hvernig tottar maður?

2012

Hvernig tottar maður ?? Vil alls ekki feila i þvi !! Eruði með ráð???

Þegar er talað um að totta í kynlífi þá er verið að tala um að taka typpið upp í sig.  Að sjúga typpi.  Það er í raun bara gert eins og nafnið segir til um.  Typpið tekið upp í munninn og sleikt og sogið létt eða dregið inn og út úr munninnum og passað að tennurnar rekist ekki í það. Ef þú óttast að þú sért að gera eitthvað „vitlaust“ þá er best að spyrja og hafa samtal um það. Það er engin ein leið rétt og misjafnt hvað strákum finnst gott.

Það er alls engin skylda að totta þó maður stundi kynlíf.  Sumir strákar vilja þetta og aðrir ekki, sama er að segja um stelpur.  Sumar eru til í að gera þetta og aðrar ekki.  Best að tala saman og finna út hvað bæði eru til í að gera. Þetta er algjörlega konunnar val, ef henni þykir það gott og æsandi og honum líka þá er það bara gott mál. Það þarf alltaf að passa að engin sé þvingaður til að gera eitthvað sem maður vill ekki gera. Talaðu um kynlífið við þann sem þú stundar það með og spáðu í það sem þér þykir gott og hvernig það lætur þér líða á eftir.

 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar