Hvernig veit ég hvort ég hafi fengið fullnægingu?

452

Hææ, hvernig veit ég hvort ég hafi fengið fullnægingu. Ég hef aldrei stundað kynlíf með annari manneskju bara með sjálfri mér. Ég bara veit ekki alveg hvort þetta sé fullnæging sem ég fæ og ef það er það tekur það mig bara svona tvær mínútur að komast þangað. En ég fæ samt svona að ég get ekki haldið áfram og þetta er alveg þægileg tilfinning en það segja allir að þetta sé svo ótrúlega gott þannig að hvernig get ég með vissu vitað hvort ég hafi fengið fullnægingu?

Það er erfitt að meta það mín kæra.  Fullnæging er persónuleg upplifun sem erfitt er að deila eða lýsa.  Það er flott að þú ert að prófa þig áfram og haltu því bara áfram, tilfinningin gæti breyst og magnast.  Þú ert enn að kynnast líkamanum og hvað virkar fyrir þig.  Það er frábært að vera með það á hreinu áður en þú stundar kynlíf með öðrum. 

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar