Hvernig verð ég söngkona?

    104

    Hvaða nám og námskeið eru til fyrir mig til að hjálpa mér á réttu leið? Hvernig kemst eg i samband við folk sem gæti boðið mer vinnu sem söngkona eða þjálfað mig til frægðar? ætti eg að taka þátt í söngvakeppnum og bara vona að ég verði uppgötvuð fyrir hæfileikann minn?

    Ef þig langar til þess að verða söngkona þá er góð byrjun að fara í söngnám.
    Á þessum hlekki er listi yfir tónlistarskóla sem þú gætir haft áhuga á að skoða.

    www.musik.is/Nok/Tskolar/tskolar.html

    Í mörgum af þessum skólum er kenndur söngur.
    Einnig er sniðugt að taka þátt í söngkeppnum til þess að öðlast reynslu á því að koma fram.
    Söngkeppni Samfés er haldin árlega fyrir grunnskólanema og Söngkeppni Framhaldsskólanna fyrir framhaldsskólanema.

    Hafðu í huga að það er ekki bara ein leið til þess að verða söngkona, sem betur fer eru margar leiðir í boði. Gangi þér vel 🙂

    Kærar kveðjur,
    Áttavitinn ráðgjöf


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar